Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 24. júní 2009

Prjón úti á landi

Mér finnst rosalega gaman að koma í nýjar garnbúðir. Ég tala nú ekki um úti á landi. Það eru oft svo krúttlegar handavinnubúðir utan höfuðborgarsvæðisins sem bjóða uppá alls konar skemmtilegt bland í poka. Alltaf þegar ég er að ferðast erlendis eða úti á landi heima reyni ég að grafa upp og komast í garnbúðir á svæðinu. Svona til að kanna garn- og prjónamenninguna aðeins. Og til að skoða og þukla auðvitað og jafnvel að láta fallast í freistingu....

Hér fyrir neðan er listi yfir handavinnubúðir úti á landi, ásamt upplýsingum um staði sem selja handverk eða slíkt sem prjónafólki gæti þótt gaman að skoða. Ég læt símanúmer fylgja með þar sem það lá á lausu svo þið getið spurt um opnunartíma. Listinn er langur og það er greinilega af nægu að taka – engum þarf að leiðast eða verða uppiskroppa með garn í fríinu í sumar... Skipuleggið nú skemmtilegar garnbúða- og prjónaferðir um landið !!!!!! Fleiri ábendingar eru vel þegnar á prjoniprjon@gmail.com, það verður fært hér inn jafnóðum. Og þið ykkar sem hafið komið í einhverjar af þessum búðum eða staði megið endilega skrifa komment hér að neðan (eða senda tölvupóst) og láta vita hvernig ykkur fannst. Líka ef það er eitthvað annað á svæðinu sem gaman er að heimsækja, einsog krúttlegt kaffihús eða eitthvað sem þið viljið mæla með.

Þetta ásamt sundlaugaumsögn Dr. Gunna getur ekki klikkað – prjón og sund (og kannski nokkur söfn?) hringinn í kringum landið – er hægt að hafa það betra?

Gleðilegt prjónasumar og góða ferð í garnbúðirnar og handverksstaðina í ferðalaginu :-)!


Vesturland
Akranesi er handavinnubúðin Ævintýrakistan til húsa að Skólabraut 31, þar er selt garn og fleira, og þangað ku vera mjög gaman að koma. S. 431 4242. Á Akranesi er líka Garnbúðin, Jörundarholti 9, s. 8682750, sem aðallega er netverslun en hefur líka opið eftir samkomulagi.
Borgarnesi er skemmtileg garnbúð; Handavinnuhúsið, að Brákarbraut 3, s. 4371421. Ekki gleyma að koma við í Landnámssetrinu í Borgarnesi (ef tími er aflögu sko...).
Hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur "Þá er það frá…" er í Safnahúsi Borgarfjarðar Bjarnabraut 4, til 24. júlí 2009. Opin alla virka daga kl. 13 – 18, s. 8616800, hér er facebooksíða sýningarinnar.
Ullarselið á Hvanneyri, 12 km frá Borgarnesi, er ullarkapítuli útaf fyrir sig. Það er verslun og vinnustofa áhugafólks af Vesturlandi um ullariðn, þar er meðal annars kembt, spunnið, prjónað, flækt, ofið og spjaldofið (!). Þar fæst t.d. mjög falleg jurtalituð ull. S. 437 0077.
Búðardal starfar og selur handverkshópurinn Bolli vörur sínar við þjóðveginn.
Rifi á Snæfellsnesi er Katrín með Saumavinnustofu þar sem hún saumar í sængurföt og handklæði eftir pöntunum.
Grundarfirði selur handverksfólk vöru að Nesvegi þegar skemmtiferðaskipin koma í land í sumar; 24, 27. júní, 11, 27, 28, 31. júlí, og 4, 8, 19. ágúst og 9. sept.
Ólafsvík er Verslunin Þóra, Mýrarholti 12 með garn, og s. 436 1290, og svo er handverkssala í Pakkhúsinu, Ólafsvík, s. 433 6930.
Stykkishólmi fæst garn í Sjávarborg, Hafnargötu 4, s. 438 1121. Prónavara og fleira fæst er í Gallerí Lunda, í Lionshúsinu, Aðalgötu, s. 438 1153, Versluninni Lost, Hafnargötu 1, versluninni Hjá Sæferðum og einnig er handverkssala í Gallerí Bragga.
Hér er að finna síðu um söfn á Vesturlandi.

Vestfirðir
*Heitt á Prjónunum er mjög skemmtileg garnbúð og kaffihús á Ísafirði, sem birtir girnilega rétti af matseðlinum reglulega á Facebook síðu sinni, s. 456-3210. Á Ísafirði er líka hægt að fá garn í Karitas, Hafnarstræti 11. Handverkshópur bæjarins rekur verslun "rétt við miðbæinn", og svo ku Hótel Ísafjörður bjóða uppá mikið úrval af Vestfirskum handverksvörum.
Flateyri er handverkshópurinn Purka að Hafnarstræti 11, s. 456-7676.
Bolungarvík starfar handverkshópurinn Drymla, í sama húsi og Náttúrugripasafn Bolungarvíkur (2 flugur í einu...).
Þingeyri er handverkshópurinn Koltra, Hafnarstræti 6.
* Á Suðureyri er hópurinn Á milli fjalla sem hefur rekið verslun á sumrin við Aðalgötu.
* Í Árnesi, Trékyllisvík á Ströndum er handverkshúsið og safnið Kört, s. 451 4025.
Hér er síða um söfn á Vestfjörðum.

Norðurland
Fyrir norðan er ýmislegt spennandi í boði. Hér er sérstök síða um handverk á Norðurlandi Vestra, og hér er síða um söfn og setur á sama svæði.
Hvammstanga er Verslunin Hlín, mjög skemmtileg hannyrða- og föndurbúð, Klapparstíg 2, s. 451 2515. Bardúsa á Hvammstanga er bæði verslunarminjasafn og handverkssala með vandað handverk úr héraðinu, Brekkugötu 4, s. 451 2747. Svo má kíkja í leiðinni á Selasetur Íslands, sem er í næsta húsi, Brekkugötu 2 (nú eða senda manninn með börnin þangað).
Sauðárkróki er mjög krúttleg hannyrða- og föndurverslun: Kompan, Aðalgötu 4, s. 453 5499.
Blönduósi er hið merka Textílsetur Íslands staðsett, það rekur handverkshúsið Búsílag í Glaðheimum, Brautarhvammi, þar sem hægt er að versla vandað og þjóðlegt handverk, og m.a. handspunnið og handlitað garn. Búsílag er með síðu á facebook. Á Blönduósi er einnig Heimilisiðnaðarsafnið, eina safn sinnar tegundar á Íslandi, sem sýnir heimagerða tóvinnu- og textílmuni og hannyrðir ýmiskonar. Halldórustofa er deild innan safnsins, kennd við Halldóru Bjarnadóttur, ótrúlega afkastamikla konu. Hún starfaði ötullega að málefnum og menningu kvenna, stofnaði og rak tóvinnuskóla, gaf út tímaritið Hlín, og safnaði og varðveitti ýmis konar munstur og uppskriftir – ásamt því að vera mikil hannyrðakona! Heimilisiðnaðarsafnið er til húsa í Árbraut 29, s. 452 4067, mjög flott og skemmtilegt safn fyrir alla með handavinnuáhuga ! Í safninu er líka hægt að kaupa kaffisopa (planta manninum með bók) með mögnuðu útsýni yfir ósa Blöndu.
Siglufirði er hægt að kaupa garn í Aðalbúðinni, Aðalgötu 26. Og þar er líka Fríða með vinnustofu þar sem hún vinnur m.a. stóla úr garni og fleiru.
Húsavík selur verslunin Esar garn. Garðarsbraut 5, s. 4641313.
Akureyri er Quiltbúðin, Sunnuhlíð 12 með vörur fyrir bútasaum eins og nafnið bendir til en er einnig með gott útval af garni. S. 461 2241. Á Akureyri er líka hægt að kaupa garn í versluninni Hjá Beggu, Glerártorgi (sem einnig selur vefnaðarvöru, gjafavöru og fleira), eins er garn selt í versluninni Fold Anna, Hafnarstræti 85 s. 461-4120, og svo í Hagkaupum og fleiri stöðum - bara ekki með eins mikinn krúttfaktor og litlur búðirnar...
Í Kjallaranum í Hrísalundi (undir Samkaupum) er líka selt garn, og þar hefur verið prjónakaffi á þriðjudags- og fimmtudasgmorgnum.
Hrafnagili verður Handverkshátíðin haldin í 17. sinn 7.-10. Ágúst 2009.
Þingeyjasveit selja Handverkskonur milli heiða vöru sína í Goðafossmarkaði, Fosshól, Þingeyjasveit, s. 464-3323.
Hér er síða um söfn á Norðurlandi.

Austurland
Eskifirði er bókabúðin Eskja, með fullt af skemmtilegu garni. Þær voru að eigin sögn fyrstar til að byrja með prjónakaffi á Íslandi (apríl, 2006) og segjast alltaf tilbúnar til að hjálpa til með prjónaskapinn ef þarf. Hér er Facebook síða Eskju.
Norðfirði selur blómabúðin Laufskálinn garn, Nesgötu 3, s. 477-1212.
*Sólskógar, Reyðarfirði er fyrst og fremst gróðrarstöð, en einnig er þar handverksmarkaður og sala á bútasaumsefni.
Stöðvarfirði er Salthúsmarkaðurinn sem er handverksmarkaður . Á Stöðvarfirði er líka Grafíksetrið Gallerí Snærós, Fjarðarbraut 42, s. 475 8931.
*Handverks og Hústjórnarskólinn Hallormsstað er jú í Hallormsstað.
Hornafirði er handverkshúsið Handraðinn, þar sem m.a. eru seldar Humarlopapeysur.
*Og ekki keyra framhjá Þórbergssetri, safninu um Þórberg Þórðarson, á Hala í Suðursveit.
Hér er síða um söfn á Austurlandi. Á heimasíðu Fjarðarbyggðar eru linkar á vefmyndavélar á Austfjörðum, lengst niðri hægra megin (svona fyrir ykkur sem ekki komast austur í ár ;-)).

Suðurland
Hveragerði er Hannyrðabúðin sf. til húsa að Sunnumörk 2, í sama húsi og Bónus, mjög fín handavinnubúð, s. 555 1314. Handverkshús er í Breiðumörk 24 þar sem Kaupfélagið var; Handverk og hugvit undir Hamri, það er bæði með heimasíðu og blogg.
Selfossi er verslunin Skrínan með gott úrval af ýmis konar garni og handavinnuvörum. Eyrarveg 3, s. 482 3238. Alvörubúðin er á sama stað; Eyrarvegi 3, þar kennir ýmissa grasa, eitthvað af garni og fleiru, eina alvörubúðin í heiminum einsog segir á heimasíðunni þeirra,s. 892 4410. Bót.is einnig á Selfossi selur efni í bútasaum, en er líka með ýmis konar garn. S. 482 4241.
Eyrarbakka er Gónhóll að Eyrargötu 51-53, með myndlistasýningar, markaði og kaffihús. S. 842 2550.
Stokkseyri er svo Draugasetrið og þar fæst líka hin sjúklega góða humarsúpa Við Fjöruborðið (en reyndar ekki mikið garn í boði þar…).
*Þingborg er ullarvinnsla og verslun með handverk, staðsett 8 km fyrir austan Selfoss. Þar fer fram ullarvinnsla af ýmsu tagi, og sala á ull í ýmsum formum. Óspunnin ull, handspunnið og handlitað band, sérstakur Þingborgarlopi, ýmis konar prjónles, tölur og fleira úr beini, mjög spennandi verslun fyrir prjónafólk! S. 482-1027.
*Eins er alltaf gaman að koma að Sólheimum í Grímsnesi, þar er t.d. verslunin Vala (ekki garnbúð samt).
*Verslunin Garn.is er aðallega netverslun, en til húsa að Reykholti, tekur á móti saumaklúbbum og hópum eftir samkomulagi, s. 899 3546.
*Handverk af ýmsu tagi, prjónavörur og annað á Suðurlandi er að finna meðal annars á bændamörkuðunum á Gónhól, Eyrarbakka, í Gömlu Borg í Grímsnesi, í Björgunarsveitarhúsinu í Reykholti, Stöllum rétt við Geysir og á Flúðum í Ferðamiðstöðinni ásamt í Austurhlíð rétt hjá Laugavatni.
Hvolsvelli er Gallerí Prjónles, Ormsvöllum 5. Þar er ýmis konar garn til sölu, m.a. sérinnflutt silki, kasmír ull, handmálaðar glertölur ásamt ýmsum fleiri vörum. s. 487-8093. Á Hvolsvelli er líka Sögusetrið, m.a. með Njálusýninguna.
Vík er auðvitað gamla og góða Víkurprjónið, að Austurvegi 21, s.354-487-1250.
Vestmannaeyjum selur verslunin Miðbær garn, einnig selur verslunin Framtíð lopa. Gallerý Heimalist við Strandveg selur ýmis konar handverk, lopavörur i meirihluta.
Hér er síða um Söfn og sýningar á Suðurlandi.

Reykjanes
Keflavík er Álftá, hannyrðaverslun að Ásabraut 10, s. 421-1322, og Gallerí Björg Hafnargötu 2, Keflavík, selur handverk.
Grindavík er hannyrðabúðin Aþena, og einnig er selt garn í versluninni Palóma.


Annars var þetta "allt"...
Gleðilegt prjónasumar!

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spennandi!
Megafærsla hjá þér Halldóra!
:)
E

Nafnlaus sagði...

Má ég benda þér á Gallerý Heimalist við Strandveg í Vestmannaeyjum. Þar eru seldar alls konar hannyrðir, en lopinn er þó í meirihluta.
Einnig er verslunin Miðbær með garn og verslunin Framtíð selur lopa.
Kveðja Matthilda

Sigrún Óskars sagði...

flottar upplýsingar takk

Nafnlaus sagði...

í Grindavík heitir hannyrðabúðin Aþena og Palóma selur Ýr garnið

Halldóra sagði...

Takk takk, búin að bæta þessu við.
Halldóra.

Nafnlaus sagði...

Sælar....Hvenær kemur prjóniprjón aftur í Nálina?

Langar svo að næla mér í eintak og þær eru uppseldar hjá þeim.....Get ég mögulega keypt mér bók hjá ykkur?

kv

Brynja

Nafnlaus sagði...

Sæl Halldóra

Ég er með sömu spurningu og hún Brynja hér að ofan. Dauðlangar í þá bók en fæ hana hvergi.
Geturðu hjálpað mér eitthvað??

Kveðja,
Elísabet í Njarðvík
894.1373

Nafnlaus sagði...

Ætlað auðvitað ekki að setja símann minn þarna heldur mailið mitt!
Kv, Elísabet ekpb@visir.is

Nafnlaus sagði...

Þetta finnst mér mjög sniðugt. Ég fór einmitt hringinn en gleymdi að prenta listann út. En ég fór þó á nokkra staði af listanum og vil ég þá helst nefna Textilsetrið á Blönduósi! Það var bara geggjað. Ég ætlaði einmitt líka á Ullarsetrið Hvanneyri en það opnar kl. 12 og ég var um kl 10. Þannig að ég á það tilgóða.
Mjög sniðugur listi.
Kveðja
Berglind HAF

Nafnlaus sagði...

Ég held að Álftá í Keflavík sé hætt. Fór þar fram hjá um daginn og þar var ekkert