Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 2. desember 2009

Meira af Noro og Lopa
Eva Gunnarsdóttir, Sturluhóli, prjónaði þessa "Noro hittir lopa" peysu handa Gunnari Snorra syni sínum. Hann er hæstánægður með peysuna! Eva notaði tvöfaldan plötulopa og fínan mohair þráð úr Nálinni.
Því má bæta við að ég vinn að því að uppfæra peysuna í fullorðinsstærðir - meiri fréttir af því fljótlega.
Stuðprjónakveðjur og þakkir til Evu fyrir að senda okkur myndirnar,
Ragga