Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 2. ágúst 2009

Peysan Lóa







Peysan Lóa er einföld, ofurlétt og mjúk stelpupeysa prjónuð úr Nammi. Peysan passar á 5-6 ára og í hana fóru ekki nema um 70g af Nammi. Að sjálfsögðu er peysan prjónuð að ofan - enda finnst mér ótrúlega mikill munur að prjóna peysur þannig, fæ ekki nóg af því. Ég er að vinna í því að gefa út uppskriftina - hana verður innan skamms hægt að nálgast ókeypis í Nálinni og hér á síðunni.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ofsalega fín peysa. Hlakka til að fá uppskriftina. Fín jólagjafahugmynd..
Kveðja
Berglind haf

Nafnlaus sagði...

Væri gaman að fá uppskriftina þegar að hún kemur á netið. Ég hef einmitt aldrei prjónað peysurnar svona öfugar. Garnið finnst mér algjört æði.
Kveðja Hafdís

Nafnlaus sagði...

Þetta er æðisleg peysa og garnið auðvitað algjört nammi.

Ég bíð spennt eftir uppskriftinni :)

Kveðja,
Marsibil Lillý

Nafnlaus sagði...

Ég væri nú til í að ganga í svona peysu sjálf! Spurning um að lauma með leiðbeiningum um hvernig maður stækkar uppskriftina (er byrjandi:)

kv

B

Ragga sagði...

Takk fyrir jákvæð viðbrögð. Ég er að vinna í uppskriftinni og hún verður tilbúin til birtingar bráðum... ég ætla að reyna að hafa hana líka í fullorðinsstærðum. Í raun er frekar einfalt að stækka hana!!

Vala sagði...

Hlakka mikið til að fá uppskriftina af peysunni, verður í jólapakka hjá mér :-)
Splæsi jafnvel í Nammi í hana, æðislegir litirnir sem þú ert með í garninu.

Nafnlaus sagði...

rosa flott! Ég er einmitt búin að prjóna slatta úr nammi og er MJÖG ánægð með útkomuna. Ég prjónaði svona peysur "all the time" í menntó en byrjaði þá á botinum. reglan mín var 2x2 saman sitthvorumegin við handveg í 2 hverri umf. Stundum gerði ég brugðið á milli -stundum slétt. Algjör snilld og svona fallegt garn nýtur sín mjög vel í þessari uppskrift.

kv. Ilmur

Nafnlaus sagði...

rosalega falleg peysa, fylgist spennt með uppskriftinni :)

Nafnlaus sagði...

Þessa peysu langar mig að prjóna á dóttur mína en hún er kölluð Lóa svo það passar vel, spennandi að byrja ofan frá og prjóna niður (það er verst þetta með seinni ermina)

kveðja Anna

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra síðu! Hvenær er von á þessari girnilegu uppskrift? Ég kíki reglulega inn á síðuna þína í þeirri von að hún birtist. Er að plana jólagjafir :)

Unknown sagði...

Mikið hrikalega er þetta ofsalega falleg og girnileg peysa :)

Hjördís Alda sagði...

Mjög falleg peysa og garnið er æði! Afsakið fáfræðina en hvar er hægt að nálgast svona nammi garn?

Lára Hrönn sagði...

Já, húrra fyrir þessari flottu peysi. Ansi spennandi. Sammála síðasta ræðumanni, hvar fæ ég Nammi garn? Hlakka til að fá uppskriftina.

Kv,
Lára

Nafnlaus sagði...

æðisleg peysa! hvar fær maður svo þetta Nammi garn?! truflað flottir litir! :)

kveðja, íris