Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 13. maí 2009

Prjóniprjón á faraldsfæti

Áhugi á prjóni er gríðarmikill þessa dagana og við prjóniprjónarar finnum fyrir því svo um munar. Ragga prjóniprjónari er á faraldsfæti þessa dagana og verður í Textílsetrinu á Blönduósi fimmtudaginn 14. maí, kl. 20, í góðum félagsskap Helgu Jónu handavinnukaupkonu í Nálinni.
Miðvikudaginn 3. júní er svo komið að því að heimsækja prjónara í Grindavík, en þar heldur hún Guðbjörg reglulega prjónakaffi í fallegu gömlu húsi, Flagghúsinu, Víkurbraut 2. Prjónakaffið byrjar kl. 20 og kaffi og kökur verða til sölu. Allir prjónarar og vinir þeirra eru velkomnir!

Engin ummæli: