Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 31. maí 2009

Amma óskast til að hekla húfu....Á síðunni Golden hook er hægt að hanna sína eigin húfu, og velja svo "ömmu" til að hekla hana fyrir sig... :-). Fyrir litlar 47 evrur, eða ca. 8000 Iskr.(!) á "gengi dagsins". Elskurnar mínar það er miklu skemmtilegra að hekla húfuna sína sjálfur - en þetta er krúttleg hugmynd.

Og á síðunni mormor.nu er hægt að kaupa prjónles - aðallega barnaflíkur, handprjónað af ömmum.
Sniðugt.

Hjá Netgranny hefur líka verið hægt að panta handprjónaða sokka af ömmum. Þeir eru annars að leita að einhverjum til að sjá um síðuna, einhver áhugasamur...?

Engin ummæli: