Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 2. desember 2009

Meira af Noro og Lopa
Eva Gunnarsdóttir, Sturluhóli, prjónaði þessa "Noro hittir lopa" peysu handa Gunnari Snorra syni sínum. Hann er hæstánægður með peysuna! Eva notaði tvöfaldan plötulopa og fínan mohair þráð úr Nálinni.
Því má bæta við að ég vinn að því að uppfæra peysuna í fullorðinsstærðir - meiri fréttir af því fljótlega.
Stuðprjónakveðjur og þakkir til Evu fyrir að senda okkur myndirnar,
Ragga

5 ummæli:

hsalir sagði...

Mikið hlakka ég til að sjá fleiri stærðir af þessari frábæru peysu :)
er ekki orðin nógu flink ennþá til að stækka sjálf !
kveðja, Áróra

Vala sagði...

Halló, halló!
Ég er að prjóna Noro hittir lopa og er í úrtökunni núna. Ég er svo mikill byrjandi að ég þarf að fá allar upplýsingar klipptar og skornar. Það stendur hvergi í uppskriftinni hversu lengi ég held áfram úrtöku, sem sagt hvenær ég byrja á hálsmálinu. Getiði sagt mér það?
Bestu kveðjur, Vala.

Vala sagði...

Halló aftur, ég er búin að klára peysuna og þarf því ekki svar við fyrirspurninni að ofan...
Vala

Ragna sagði...

ég er mjög spennt að sjá fullorðins uppskrift af peysunni, en mig langar líka rosalega mikið að gera hana á 11 ára son minn og er eins og hún á undan ekki orðin nógu klár í að stækka sjálf. En myndi örugglega reyna, þessi peysa er svooo flott:)

Sigurborg Johannsdottir sagði...

http://sjo-gallery.blogspot.com/2010/02/knitting-about-house.html

;o)