Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 15. apríl 2009

Fleiri meistarastykki úr Prjóniprjón

Það er svo gaman að sjá öll meistarastykkin sem hafa verið prjónuð úr Prjóniprjón....
Þessa hrikalega sætu mýslu-kósiskó, og blóma-kósískóna gerði Margrét, eða Mangan á Ravelry.

Berglind Hafsteinsdóttir gerði Stroffhúfu, eða "Stroffhúfu á hinn veginn". Hún er prjónuð með Smart garni á prjóna 4. Berglind er með mjög skemmtilegt prjónablogg - hér.
Æðislega flott og skemmtileg útgáfa af Stroffhúfunni, Berglind!

Erla Sigurlaug heklaði Frelsishúfu og prjónaði Fléttuvettlingana: "Ég gerði einfaldan flatan þumal í staðinn fyrir þumaltungu, og svo saumaði ég pallíettur á kaðlana. Takk fyrir frábæra prjónabók, ég elska hana!".
Mjöööög flott Erla.... :-) !

Elín Siggeirsdóttir gaf tveimur barnabörnum Prjóniprjón, garn og prjóna í jólagjöf, og önnur þeirra; Katrín Ásta Karlsdóttir prjónaði grifflur eftir hugmynd úr bókinni. Æðislega einfaldar og flottar grifflur Katrín Ásta, sniðug hugmynd!

Heiðbjört Tíbrá prjónaði þessa skemmtilegu útgáfu af "Noro hittir lopa" peysunni, sem er eiginlega Ragg-garn hittir Smart.... :-). Gaman að sjá svona nýjar útfærslur af Prjóniprjón uppskriftunum.

Sendið okkur gjarnan fleiri myndir af Prjóniprjóninu ykkar á prjoniprjon@gmail.com.

Engin ummæli: