
föstudagur, 27. febrúar 2009
Meira frá prjóniprjónurum
Takk innilega fyrir að senda okkur myndirnar af ykkar frábæru prjóniprjónaverkum.
Hér er gullfalleg hyrna eftir Gyðu Björgu Elíasdóttur (dóttir hennar var svo heppin að fá hana í afmælisgjöf). Mér sýnist garnið vera Kauni(?):

miðvikudagur, 18. febrúar 2009
The cute rectangular hat

Yarn: Dale baby ull or any other soft wool for needles size 3 (US3), 3-4 colors
Needles: 40 cm (15 in) round no. 3 (US 3), a single needle no. 3 (US 3), for the double binding off).
Sizes: 1-3 months (4-6 months) 7-12 months
Cast on 80(100)110 st. Connect in a circle. Work 4.5cm (1.8 in). Purl one row. Change color. Knit until the hat measures 16(18.5)21cm (6.2(7.3)8.3 in). Turn the hat inside-out and bind off accordingly: hold both ends of the circular needle in the left hand and the single needle in the right hand. Knit 2 stitches together with the single needle, two times. Now you should have two stitches on the single needle. Slip the first stitch over the second. Knit the next two stitches together, slip over, etc. This way you close the top of the hat while binding off. Make two pom-poms in cute colors and fasten on the corners. It doesn‘t get much cuter than this!
About this recipe:Ragnheiður Eiríksdóttir 2008
Please distribute with reference to designer
The recipe was published 2008 in Prjóniprjón (icelandic)
Hin meinholla og ódýra súpa prjónarans
Ég eldaði "Hina meinhollu og ódýru súpu prjónarans" í gær - Mmmmm....!!!
Æðislega góð svona á köldum vetrardegi. Og hollustan sjálf uppmáluð. Uppskriftin er á blaðsíðu 7 í Prjóniprjón, og einmitt í okkar anda: einföld en samt alveg brilljant, og hægt að elda af fingrum fram eftir því sem andinn (og ísskápurinn) blæs í brjóst :-). Og svo eldar hún sig sjálf þessi elska þegar búið er að henda grænmetinu útí hana. Svo kósí að sitja og prjóna á meðan hún mallar á hellunni (muna bara að loka inní þvottahús svo ófrágengni þvotturinn mæni ekki á mann á meðan).
Eldaði líka þessa spínatböku (mikil hollusta í gangi hér!), mjög góð og einföld, með fetaosti. Sleppti reyndar alveg dillinu - sem er uppháhalds krydd Svíanna, átti ekkert svoleiðis.
Með bestu mmmmmatarkveðju.... :-)
Æðislega góð svona á köldum vetrardegi. Og hollustan sjálf uppmáluð. Uppskriftin er á blaðsíðu 7 í Prjóniprjón, og einmitt í okkar anda: einföld en samt alveg brilljant, og hægt að elda af fingrum fram eftir því sem andinn (og ísskápurinn) blæs í brjóst :-). Og svo eldar hún sig sjálf þessi elska þegar búið er að henda grænmetinu útí hana. Svo kósí að sitja og prjóna á meðan hún mallar á hellunni (muna bara að loka inní þvottahús svo ófrágengni þvotturinn mæni ekki á mann á meðan).
Eldaði líka þessa spínatböku (mikil hollusta í gangi hér!), mjög góð og einföld, með fetaosti. Sleppti reyndar alveg dillinu - sem er uppháhalds krydd Svíanna, átti ekkert svoleiðis.
Með bestu mmmmmatarkveðju.... :-)
sunnudagur, 15. febrúar 2009
Meistarastykki uppúr prjóniprjón
Hér koma nokkrar myndir sem prjónarar hafa sent okkur af því sem þeir hafa prjónað uppúr Prjóniprjón. Mjööög gaman að sjá !!!
Endilega sendið okkur fleiri myndir af Prjóniprjón-meistarastykkjunum ykkar á prjoniprjon@gmail.com
Erla Sigurðardóttir sendi okkur mynd af Stroffhúfu. Húfan er svört og hvít með hekluðu blómi. Mjög flott. Svo sendi hún mynd af stroffhúfu sem endaði sem Stroff-eyrnaband þegar fjólubláa garnið í hana kláraðist..... :-) - kemur æðislega skemmtilega út ! Síðast er mynd af "Glaðlegu pilsi á stelpuskott", rosalega flott með svona silfurkanti hekluðum á neðst. En eigandinn - Vera 4ra ára - fæst því miður ekki til að vera í pilsinu !!!
C´est la vie.... Við hjá Prjóniprjón könnumst við svona :-s
Takk fyrir flottar myndir Erla!



Valgerður Sif sendi okkur mynd af sæskrímslinu Casper:
"Ég fékk hina yndislegu prjónabók ykkar í gjöf frá manninum mínum heittelskaða og hef ekki hætt að flétta henni fram og til baka síðan.Sonur minn pantaði Vallentínus bangsa sem ég gerði heiðarlega tilraun til að gera en ennþá er ég svolítið óreynd í prjónamálum og greyið Valentínus mistókst svona herfilega og breyttist í eitthvað undarlegt sæskrímsli. En sonurinn þykir svo vænt um hið undarlega sæskrímsli og var hann skýrður Casper. Ég ákvað að senda ykkur mynd af Casper kallinum, passið þó að kafna ekki úr hlátri hehehe....."
Þetta er ótrúlega flott útkoma úr Vallentínusi :-) - Meiriháttar skemmtilegt!!!
Endilega sendið okkur fleiri myndir af Prjóniprjón-meistarastykkjunum ykkar á prjoniprjon@gmail.com
Erla Sigurðardóttir sendi okkur mynd af Stroffhúfu. Húfan er svört og hvít með hekluðu blómi. Mjög flott. Svo sendi hún mynd af stroffhúfu sem endaði sem Stroff-eyrnaband þegar fjólubláa garnið í hana kláraðist..... :-) - kemur æðislega skemmtilega út ! Síðast er mynd af "Glaðlegu pilsi á stelpuskott", rosalega flott með svona silfurkanti hekluðum á neðst. En eigandinn - Vera 4ra ára - fæst því miður ekki til að vera í pilsinu !!!
C´est la vie.... Við hjá Prjóniprjón könnumst við svona :-s
Takk fyrir flottar myndir Erla!



Valgerður Sif sendi okkur mynd af sæskrímslinu Casper:
"Ég fékk hina yndislegu prjónabók ykkar í gjöf frá manninum mínum heittelskaða og hef ekki hætt að flétta henni fram og til baka síðan.Sonur minn pantaði Vallentínus bangsa sem ég gerði heiðarlega tilraun til að gera en ennþá er ég svolítið óreynd í prjónamálum og greyið Valentínus mistókst svona herfilega og breyttist í eitthvað undarlegt sæskrímsli. En sonurinn þykir svo vænt um hið undarlega sæskrímsli og var hann skýrður Casper. Ég ákvað að senda ykkur mynd af Casper kallinum, passið þó að kafna ekki úr hlátri hehehe....."
Þetta er ótrúlega flott útkoma úr Vallentínusi :-) - Meiriháttar skemmtilegt!!!
mánudagur, 9. febrúar 2009
Hvítt pils með krónuprjóni
Jæja þá er ég komin af fjöllum. Við fjölskyldan vorum í sænsku fjöllunum, á skíðum og hafandi það kósí í bústað og svoleiðis. Það var yndislegt, allt á kafi í snjó, allt hvítt… Með í för var hvítur plötulopi – vel í stíl við vetrarumhverfið - sem ég prjónaði tvöfaldan í hnésítt pils, unaðslega hlýtt og krúttlegt.
Þegar ég var búin að prjóna pilsið þvoði ég það og lagði til þerris á sléttum fleti þegar ég kom heim. Það er lærdómur númer tvö – á eftir prjónfestuprufunni – sem hefur tekið mig soldið langan tíma að ”meðtaka” og þróa með mér sjálfsaga að gera. En getur algjörlega gert kraftaverk fyrir prjón. Og pilsið mitt sem var soldið beyglað varð allt í einu svo jafnt og slétt og yndislega fallegt… ohh :-).
Þar sem pilsið lá til þerris í þvottahúsinu var ég alltaf að læðast þangað inn og dást að stykkinu – (svona einsog konur gera gjarnan með nýfædda barnið sitt!), og það var svo góð lykt eitthvað í þvottahúsinu – svona af blautum lopa. Svona tilfinning einsog að koma ”heim” í fjósið… eh, eða þannig, ég hef reyndar aldrei búið í fjósi. En bara svona kósí sveitalykt. Aðrir fjölskyldumeðlimir deildu reyndar ekki ánægjunni með ilminn. Unglingurinn: ”Oj, enginn á eftir að vilja sitja við hliðina á þér í lestinni þegar þú ert í þessu…” og álíka, en ég lét það sem vind um eyrun þjóta (enda veit ég að lyktin er bara af rennblautum lopa). Og ég er nú þegar búin að vera í ”fjósapilsinu” tvisvar á opinberum vettvangi útí bæ - Og hef bara fengið hrós fyrir stykkið, en enginn fitjað uppá trýnið útaf lykt :-).
Krónuprjónið neðst í lopapilsinu er prjónað eftir mynsturmyndinni fyrir krónuprjónspilsið í Prjóniprjón bókinni (reyndar fækkað um eina lykkju, síðustu sléttu lykkjunni sleppt) þannig að hver krónuprjóns-endurtekning eru 23 lykkjur. Rann þá upp fyrir mér að krónuprjónsmunstrið í pilsinu á myndinni í bókinni er með mjórri bekkjum / endurtekningum heldur en gefið er upp í teiknaða munstrinu !! Það eru s.s. mjórri og fleiri endurtekningar á pilsinu á myndinni en í teiknaða munstrinu. Svo ég setti inn leiðréttingu við færsluna hér neðar á blogginu um krónuprjónpilsið. Nýja lopapilsið mitt er s.s. prjónað eftir mynsturmyndinni í Prjóniprjón: Mjög fínt - en með breiðari (og færri) bekkjum en krónuprjónspilsið á myndinni í bókinni.


Hér pósar Hrefna Birgisdóttir í lopapilsinu ljúfa.
Þegar ég var búin að prjóna pilsið þvoði ég það og lagði til þerris á sléttum fleti þegar ég kom heim. Það er lærdómur númer tvö – á eftir prjónfestuprufunni – sem hefur tekið mig soldið langan tíma að ”meðtaka” og þróa með mér sjálfsaga að gera. En getur algjörlega gert kraftaverk fyrir prjón. Og pilsið mitt sem var soldið beyglað varð allt í einu svo jafnt og slétt og yndislega fallegt… ohh :-).
Þar sem pilsið lá til þerris í þvottahúsinu var ég alltaf að læðast þangað inn og dást að stykkinu – (svona einsog konur gera gjarnan með nýfædda barnið sitt!), og það var svo góð lykt eitthvað í þvottahúsinu – svona af blautum lopa. Svona tilfinning einsog að koma ”heim” í fjósið… eh, eða þannig, ég hef reyndar aldrei búið í fjósi. En bara svona kósí sveitalykt. Aðrir fjölskyldumeðlimir deildu reyndar ekki ánægjunni með ilminn. Unglingurinn: ”Oj, enginn á eftir að vilja sitja við hliðina á þér í lestinni þegar þú ert í þessu…” og álíka, en ég lét það sem vind um eyrun þjóta (enda veit ég að lyktin er bara af rennblautum lopa). Og ég er nú þegar búin að vera í ”fjósapilsinu” tvisvar á opinberum vettvangi útí bæ - Og hef bara fengið hrós fyrir stykkið, en enginn fitjað uppá trýnið útaf lykt :-).
Krónuprjónið neðst í lopapilsinu er prjónað eftir mynsturmyndinni fyrir krónuprjónspilsið í Prjóniprjón bókinni (reyndar fækkað um eina lykkju, síðustu sléttu lykkjunni sleppt) þannig að hver krónuprjóns-endurtekning eru 23 lykkjur. Rann þá upp fyrir mér að krónuprjónsmunstrið í pilsinu á myndinni í bókinni er með mjórri bekkjum / endurtekningum heldur en gefið er upp í teiknaða munstrinu !! Það eru s.s. mjórri og fleiri endurtekningar á pilsinu á myndinni en í teiknaða munstrinu. Svo ég setti inn leiðréttingu við færsluna hér neðar á blogginu um krónuprjónpilsið. Nýja lopapilsið mitt er s.s. prjónað eftir mynsturmyndinni í Prjóniprjón: Mjög fínt - en með breiðari (og færri) bekkjum en krónuprjónspilsið á myndinni í bókinni.

Hér pósar Hrefna Birgisdóttir í lopapilsinu ljúfa.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)