Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

föstudagur, 27. febrúar 2009

Meira frá prjóniprjónurumTakk innilega fyrir að senda okkur myndirnar af ykkar frábæru prjóniprjónaverkum.


Hér er gullfalleg hyrna eftir Gyðu Björgu Elíasdóttur (dóttir hennar var svo heppin að fá hana í afmælisgjöf). Mér sýnist garnið vera Kauni(?):
Hér er svo æðisleg peysa eftir Birgittu Hassell, gerð með "peysan sem passar á alla - aðferðinni". Eigandinn og fyrirsætan fékk að velja sér garnið - það er léttlopi og fallegur fánaþráður með til skrauts. Svo bætti Birgitta við götum fyrir þumlana, eins og sést á myndinni. Það var að beiðni eigandans... svona á einmitt að gera, breyta og bæta svo útkoman verði alveg eins og manni sjálfum finnst flottast - enda sjáiði hvað dóttir hennar Birgittu er glöð á myndinni!

1 ummæli:

tomtenmama sagði...

How do I get this pattern in English? THank you!