Takk innilega fyrir að senda okkur myndirnar af ykkar frábæru prjóniprjónaverkum.
Hér er gullfalleg hyrna eftir Gyðu Björgu Elíasdóttur (dóttir hennar var svo heppin að fá hana í afmælisgjöf). Mér sýnist garnið vera Kauni(?):

Hér er svo æðisleg peysa eftir Birgittu Hassell, gerð með "peysan sem passar á alla - aðferðinni". Eigandinn og fyrirsætan fékk að velja sér garnið - það er léttlopi og fallegur fánaþráður með til skrauts. Svo bætti Birgitta við götum fyrir þumlana, eins og sést á myndinni. Það var að beiðni eigandans... svona á einmitt að gera, breyta og bæta svo útkoman verði alveg eins og manni sjálfum finnst flottast - enda sjáiði hvað dóttir hennar Birgittu er glöð á myndinni!

1 ummæli:
How do I get this pattern in English? THank you!
Skrifa ummæli