Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Hin meinholla og ódýra súpa prjónarans

Ég eldaði "Hina meinhollu og ódýru súpu prjónarans" í gær - Mmmmm....!!!

Æðislega góð svona á köldum vetrardegi. Og hollustan sjálf uppmáluð. Uppskriftin er á blaðsíðu 7 í Prjóniprjón, og einmitt í okkar anda: einföld en samt alveg brilljant, og hægt að elda af fingrum fram eftir því sem andinn (og ísskápurinn) blæs í brjóst :-). Og svo eldar hún sig sjálf þessi elska þegar búið er að henda grænmetinu útí hana. Svo kósí að sitja og prjóna á meðan hún mallar á hellunni (muna bara að loka inní þvottahús svo ófrágengni þvotturinn mæni ekki á mann á meðan).

Eldaði líka þessa spínatböku (mikil hollusta í gangi hér!), mjög góð og einföld, með fetaosti. Sleppti reyndar alveg dillinu - sem er uppháhalds krydd Svíanna, átti ekkert svoleiðis.

Með bestu mmmmmatarkveðju.... :-)

Engin ummæli: