Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

þriðjudagur, 31. mars 2009

Dagatal með prjónaspeki

Ég gaf sjálfri mér svona Page-a-day dagatal um prjón eftir "vinkonu" mína hana Stephanie Pearl-McPhee í jólagjöf. Mér finnst hún svo skemmtileg! Í dagatalinu má lesa eitthvað um prjón á hverjum degi: eitthvað fyndið, einhverja speki, einhvern fróðleik - eða álíka. Mjög skemmtilegt, enda er hún Stephanie svo fyndin og góður penni. Hún er kannski betur þekkt sem Kanadíski bloggarinn Yarn harlot. Hefur líka skrifað nokkrar bækur um prjón, allar á léttu nótunum eða í kategoríunni "Laugh-out-loud-book-about-knitting" :-). Og já ég fékk líka litla bók frá mér um jólin eftir hana: "Things I learned from knitting - whether I wanted to or not". Mjög skemmtileg líka....

Hér koma nokkur sýnishorn úr dagatalinu, klikkiði á myndirnar til að stækka þær. Held mér finnist best þetta frá 27.mars um að minnka húsverkin til að fá meiri tíma til að prjóna.... ;-). Og þetta með að hver handprjónuð flík sé kraftaverk er líka gott.





Engin ummæli: