Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

mánudagur, 22. júní 2009

Í öðru sæti....









Í öðru sæti Prjóniprjón-samkeppninnar kom þessi skemmtilega uppskrift að garðaprjónsvettlingum eftir Steinunni Þorleifsdóttur. Einföld, falleg og skemmtileg hönnun. Lítið og sniðugt prjónaverkefni í garðaprjóni - sem við Ragga erum jú alltaf soldið svag fyrir.... :-)

Núna er hásumar - en.... Því ekki að byrja núna á vettlingunum fyrir haustið, og hafa þá bara tilbúna, þá þarf engum að verða kalt á puttunum þegar fer að kólna :-) Einsog Elizabeth Zimmermann sagði: best er að gera vettlingana að vori frekar en að hausti, þá er ekki eins mikil hætta á því að stroffið verði of stutt einsog kannski gerist á haustin þegar manni er þegar orðið kallt á fingrunum.... :-)
Hér er uppskriftin að Garðaprjónsvettlingum Steinunnar á pdf formi.

3 ummæli:

Ella sagði...

Þessi eru æðislegir! Verð að prófa þessa.

Hafið þið nokkuð barnastærð af þessum?

bestu kveðjur
Ella

Nafnlaus sagði...

hæ. það er ekkert mál að gera barnastærð. hvað gamalt barn?? þú bara fækkar lykkjunum aðeins, gætir til dæmis haft þær bara 22. og minnkar hæðina og þumalinn í samræmi við það. svo má auðvitað nota bara fínna garn eða minni prjóna. kveðja Steinunn

alda sagði...

Sæl

síðan virkar ekki er nokkuð hægt að fá uppskriftina er búin að týna minni kv Alda