Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 15. febrúar 2009

Meistarastykki uppúr prjóniprjón

Hér koma nokkrar myndir sem prjónarar hafa sent okkur af því sem þeir hafa prjónað uppúr Prjóniprjón. Mjööög gaman að sjá !!!
Endilega sendið okkur fleiri myndir af Prjóniprjón-meistarastykkjunum ykkar á prjoniprjon@gmail.com

Erla Sigurðardóttir sendi okkur mynd af Stroffhúfu. Húfan er svört og hvít með hekluðu blómi. Mjög flott. Svo sendi hún mynd af stroffhúfu sem endaði sem Stroff-eyrnaband þegar fjólubláa garnið í hana kláraðist..... :-) - kemur æðislega skemmtilega út ! Síðast er mynd af "Glaðlegu pilsi á stelpuskott", rosalega flott með svona silfurkanti hekluðum á neðst. En eigandinn - Vera 4ra ára - fæst því miður ekki til að vera í pilsinu !!!

C´est la vie.... Við hjá Prjóniprjón könnumst við svona :-s
Takk fyrir flottar myndir Erla!

Valgerður Sif sendi okkur mynd af sæskrímslinu Casper:

"Ég fékk hina yndislegu prjónabók ykkar í gjöf frá manninum mínum heittelskaða og hef ekki hætt að flétta henni fram og til baka síðan.Sonur minn pantaði Vallentínus bangsa sem ég gerði heiðarlega tilraun til að gera en ennþá er ég svolítið óreynd í prjónamálum og greyið Valentínus mistókst svona herfilega og breyttist í eitthvað undarlegt sæskrímsli. En sonurinn þykir svo vænt um hið undarlega sæskrímsli og var hann skýrður Casper. Ég ákvað að senda ykkur mynd af Casper kallinum, passið þó að kafna ekki úr hlátri hehehe....."

Þetta er ótrúlega flott útkoma úr Vallentínusi :-) - Meiriháttar skemmtilegt!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, vá! Mikið er þetta flott hjá henni Erlu :) Glæsileg stykki.
Kv,
Erla

p.s. húfan er hvít og dökkfjólublá ;)