Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 21. janúar 2009

Aðferð til að fella laust af

Hér sýni ég pottþétta aðferð til að fella laust af - það er ekki hægt að fella fast af með þessari aðferð. Ég nota þessa aðferð alltaf þar sem mikilvægt er að affellingin verði laus, einsog í hálsmáli á peysum, í þríhyrnunni - eða eiginlega hvar sem er.

1. prjóna 2 lykkjur venjulega yfir á hægri prjón
2. stinga vinstri prjóni framan í báðar lykkjurnar
3. prjóna lykkjurnar tvær saman með hægri prjóni


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er algjörlega frábært. Lendi svo oft í því að fella of fast af.
Kærar þakkir.
Guðrún

Ragga sagði...

Þetta er til dæmis frábær aðferð þegar maður prjónar hyrnu. Þá er algjört lykilatriði að fella laflaust af. Svo kemur líka mjög fallegur kantur sem er meira eins og heklaður.

Nafnlaus sagði...

þú ert snillingur!
Takk fyrir þetta.
Kv. Fjóla

Nafnlaus sagði...

þetta bjargaði mér alveg, og líka frábært að þetta sé á myndbandi, ég er nefnilega byrjandi í prjónaskap og kann ekkert svona :)
kv.A.S.

Jórunn Fregn sagði...

þetta er snilld..mikið hefði ég viljað vita af þessu diveoi í gær. Var að prjóna ermar, nema núna kemst ég ekki í þær því ég fellti af svo fast:( en ætla að rekja það upp og gera þessa aðferð. Er einhver ein aðferð betri en önnur til að rekja upp affellingu, og meira að segja búin að ganga tryggilega frá endanum:/