Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

miðvikudagur, 21. janúar 2009

Vá...!

Jæja, þá er ég komin aftur heim í Sveppaskóg hér í Svíþjóð eftir áramót og huggulegheit með vinum og fjölskyldu á Íslandi í janúar.

Og vá.... hvað það var gaman að koma til Íslands og sjá alla gróskuna sem er í gangi í prjónaskapnum heima !!! Og vá hvað Prjóniprjón hefur fengið góðar viðtökur...!!! Salan hefur gengið framar villtustu vonum, og bókin er nú í þessum töluðu uppseld - eina ferðina enn. En örvæntið eigi, hann Hlynur og félagar í Pixel eru á fullu að vinna í næstu prentun, og bókin mun von bráðar verða til sölu aftur í Nálinni, Laugaveg 8.

Mjög gaman að hitta alls konar fólk sem hafði keypt bókina eða fengið hana í jólagjöf - og var að biðja mig um að árita hana...!!! Mér leið bara eins og kvikmyndastjörnu :-).

Við Ragga (prjónuðum - auðvitað!) og ræddum um að fanga þessa grósku og grasrót sem er í gangi í prjóninu heima - meir um það seinna - æsispennandi dæmi - fylgist með hér á Prjóniprjón blogginu.... :-)

Engin ummæli: