Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 25. janúar 2009

Viltu vera með í Prjóniprjón ?

Við Ragga erum svo ánægðar með hvað það er mikið að gerast í prjónamennskunni á Íslandi, og töluðum um að gaman væri að fanga þessa grósku á einhvern hátt. Hér kemur okkar framlag til þess:

Sendu okkur mynd og uppskrift að eigin prjóna- eða hekl hönnun á prjoniprjon@gmail.com - skemmtilegustu hugmyndirnar verða birtar á Prjóniprjón-blogginu og/eða í næstu Prjóniprjón bók!

Skilafrestur er 15.mars 2009.

Vertu með í Prjóniprjón!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætliði að borga fyrir uppskriftirnar?

Unknown sagði...

Ég er mikill aðdáandi Prjóniprjón bókarinnar og búin að fletta henni fram og til baka og fram og...

Það er eitt sem mig langar að koma á framfæri. Síðasta bls. á það til að vilja detta úr úr gorminum sem er afsakplega hvimleitt. Það er eitthvað ekki nógu gott í gormuninni, það mætti athuga það fyrir næstu bók :)

Halldóra sagði...

Já, það væri rosalega skemmtilegt ef hægt væri að borga fyrir uppskriftirnar... en mér finnst satt að segja ólíklegt að það verði hægt.

Takk fyrir ábendinguna um gorminn Berglind!