Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 25. janúar 2009

Krónuprjónspilsið

Ég fékk tölvupóst í vikunni um krónuprjónspilsið þar sem spurt var hvaða mynstur væri í slétta prjóninu á milli skásettu randanna í pilsinu. Þetta eru bara nokkrar brugðnar lykkjur sem mynda einsog kross. Ef maður vill "piffa aðeins uppá" slétt prjón - hvar sem er - er einmitt upplagt að smella inn nokkrum brugðnum lykkjum í það.

Ég prjónaði s.s. nokkrar brugðnar lykkjur þarna sem mynda einsog kross: Í 1. umferðinni er 1 brugðin lykkja, í 2. umferð eru 3 brugðnar beint yfir þeirri fyrstu, og í 3.umferð er aftur 1 brugðin í miðjunni. Krossinn er prjónaður þannig að hann lendi ca. í miðjunni á milli skásettu randanna, en þetta þarf nú ekki að vera svo akkúrat.... Smelltu á myndina til að skoða þetta betur, þá sést hún í stærri upplausn.

Bylgjan á skilunum á milli slétta prjónsins og krónuprjónsins kemur af sjálfu sér, myndast svona útaf krónuprjóninu.

Engin ummæli: