Ég prjónaði s.s. nokkrar brugðnar lykkjur þarna sem mynda einsog kross: Í 1. umferðinni er 1 brugðin lykkja, í 2. umferð eru 3 brugðnar beint yfir þeirri fyrstu, og í 3.umferð er aftur 1 brugðin í miðjunni. Krossinn er prjónaður þannig að hann lendi ca. í miðjunni á milli skásettu randanna, en þetta þarf nú ekki að vera svo akkúrat.... Smelltu á myndina til að skoða þetta betur, þá sést hún í stærri upplausn.
Bylgjan á skilunum á milli slétta prjónsins og krónuprjónsins kemur af sjálfu sér, myndast svona útaf krónuprjóninu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli