
laugardagur, 24. janúar 2009
Prjónína

Ég er svo fram úr hófi vel gift og kom það berlega í ljós um nú um jólin. Jólagjöfin mín frá eiginmanninum var kind að eigin vali af vefsetrinu kindur.is. Ég valdi flottustu kindina sem ég sá, strax á aðfangadagskvöld og fékk hún nafnið Prjónína - það var valið eftir snögga samkeppni meðal fjölskyldumeðlima sem Sindri sigraði með yfirburðum enda nafnið ótrúlega flott og viðeigandi. Prjónína býr á Snæfellsnesinu hjá afskaplega góðu fólki. Sjáiði bara hvað hún er fín!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Eru þetta nógu margir litir fyrir þig.
Góður punktur... ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Til dæmis að prjóna úr settlegum litum. Svo er alltaf hægt að gera tilraunir með litun á ullinni.
Skrifa ummæli