Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 25. janúar 2009

Leiðrétting á krónuprjónsmynstri

Hér kemur leiðrétting á krónuprjónsmynstrinu í krónuprjónspilsinu í bókinni okkar !
Munstrið á að líta svona út (ef þú vilt hafa það nákvæmlega einsog í pilsinu á myndinni í bókinni):



Krónuprjónspilsið á myndinni í Prjóniprjón er sem sagt með krónuprjóni neðst með 17 lykkja endurtekningu. En teiknaða munstrið sem gefið er í bókinni hefur 1 reit meira af öllum munsturgerðarlykkjum. Það er líka krónuprjón, en bekkurinn eða endurtekningarnar eru þá breiðari, (sem passar svosem líka vel í pils – einsog þetta lopapils) heldur en á myndinni í bókinni.

Lykkjufjöldinn neðst á krónuprjónspilsinu í bókinni þarf að ganga upp í 17. T.d. 221 lykkja (þá eru 13 endurtekningar á krónuprjóninu) eða 238 lykkjur (14 endurtekningar) ef notað er garn í svipuðum grófleika og í bókinni. Það er alveg óhætt að auka vel út neðst í pilsinu á undan krónuprjóninu, það kemur fallega út, bara það sé gert jafnt yfir umferðina. Í þessu hvíta pilsi er aukið út um 1 lykkju í 4.hverri lykkju neðst á undan krónuprjóninu.

Engin ummæli: