sunnudagur, 16. nóvember 2008
Prjónabókin sem fæddist í Stokkhólmi
Við Ragga eeelskum að prjóna, og höfum prjónað mikið saman um dagana. Við kynntumst í Stokkhólmi þegar við vorum báðar búsettar þar, en nú er Ragga flutt til baka til fósturjarðarinnar, og sameiginlegum prjónastundum hefur fækkað nokkuð....
Við hittumst oft hér í Stokkhólmi og ræddum prjón og uppskriftir og létum okkur dreyma um að skrifa eigin prjónabók. Á íslensku, með einföldum og skemmtilegum prjónauppskriftum "á mannamáli" sem myndu hvetja prjónara til dáða...... :-)
Nú er draumurinn að rætast, því prjónabókin okkar Prjóni prjón fer að koma út !!! Hana verður hægt að nálgast í garnbúðinni Nálin á Laugavegi, og með því að panta hana hjá prjoniprjon@gmail.com - til afhendingar á Íslandi og í Svíþjóð.
Hér eru tvær myndir úr bókinni:
Við hittumst oft hér í Stokkhólmi og ræddum prjón og uppskriftir og létum okkur dreyma um að skrifa eigin prjónabók. Á íslensku, með einföldum og skemmtilegum prjónauppskriftum "á mannamáli" sem myndu hvetja prjónara til dáða...... :-)
Nú er draumurinn að rætast, því prjónabókin okkar Prjóni prjón fer að koma út !!! Hana verður hægt að nálgast í garnbúðinni Nálin á Laugavegi, og með því að panta hana hjá prjoniprjon@gmail.com - til afhendingar á Íslandi og í Svíþjóð.
Hér eru tvær myndir úr bókinni:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli