Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 16. nóvember 2008

Prjónabókin sem fæddist í Stokkhólmi

Við Ragga eeelskum að prjóna, og höfum prjónað mikið saman um dagana. Við kynntumst í Stokkhólmi þegar við vorum báðar búsettar þar, en nú er Ragga flutt til baka til fósturjarðarinnar, og sameiginlegum prjónastundum hefur fækkað nokkuð....

Við hittumst oft hér í Stokkhólmi og ræddum prjón og uppskriftir og létum okkur dreyma um að skrifa eigin prjónabók. Á íslensku, með einföldum og skemmtilegum prjónauppskriftum "á mannamáli" sem myndu hvetja prjónara til dáða...... :-)

Nú er draumurinn að rætast, því prjónabókin okkar Prjóni prjón fer að koma út !!! Hana verður hægt að nálgast í garnbúðinni Nálin á Laugavegi, og með því að panta hana hjá prjoniprjon@gmail.com - til afhendingar á Íslandi og í Svíþjóð.

Hér eru tvær myndir úr bókinni:




Engin ummæli: