Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

laugardagur, 15. nóvember 2008

Þýðing á enskum prjónahugtökum

Netið er yfirfullt af spennandi prjónauppskriftum og prjónabloggum sem gaman er að fylgjast með og fá innblástur af. Uppskriftirnar eru jú yfirleitt á ensku, en það ætti ekki að stoppa neinn. Bæði er hægt að kíkja í orðabækur, spyrja í garnbúðum, eða á prjónakaffinu til dæmis.

Hér að neðan er þýðing á helstu orðum og prjónahugtökum úr brókaruppskriftinni hér á undan.

skein - hnykill
size US6 circular needles - 4 mm hringprjónar
Stitch - lykkja
stitch marker - prjónamerki
tapestry needle - nál til að ganga frá endum
17-24" elastic waist band - 43-60 cm teygja í mitti
Gauge - prjónfesta
sts = stitches - lykkjur
rows - umferðir
1" sq = 1 tommu reitur - 2.5 x 2.5cm reitur
Cast on - fitjið upp
garter stitch - garðaprjón
stockinette stitch - slétt prjón
Decrease row - fækkunarumferð/umferð þar sem lykkjum er fækkað
k2 = knit 2 - prjónið 2 lykkjur
K2tog = knit 2 together - prjónið 2 lykkjur saman
ssk = slip, slip, knit - færið 2 lykkjur óprjónaðar yfir á hægri prjón, prjónið þær saman
repeat decrease row every 6 rows - endurtakið fækkunarumferðina í sjöttu hverri umferð
bind off - fellið af
scrap yarn - aukaþráður
join to work in the round - tengið og prjónið í hring
yo = yarn over - slá uppá / bregðið þræðinum um prjóninn
round - (hring)umferð
make 1 - aukið út um 1 lykkju
strand - þráður
purl - prjónið brugðna lykkju
bind off loosely - fellið laust af
Overlap fyrst and last inch of elastic - látið 2.5 cm af byrjun og enda teygjunnar liggja yfir hvor öðrum
twisted cord - snúið band
braided cord - fléttað band
crochet chain - heklið band
32" - 80cm

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Komið sælar Prjóniprjón konur :)

Mikið rosalega er ég ánægð með að hafa fundið hér á síðunni ykkar þýðinguna á ensku prjónahugtökunum.
Mig hefur oft langað til að prjóna skemmtilegar uppskriftir á ensku en ekki þorað almennilega í það vegna skilningsleysis á prjónahugtökunum, en núna verður það ekkert mál.

Takk kærlega og bestu kveðjur.
Nína Margrét :)