Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

föstudagur, 14. nóvember 2008

PrjónakennslaEf þú þarft að rifja upp grunnatriðin í prjónaskapnum er nóg af kennsluefni á netinu. Við leit að íslensku efni rakst ég til dæmis á "Prjónakennsluvef Arndísar" þar sem sýnt er með mjög skýrum myndum hvernig á að fitja upp, prjóna, fella af og fleira.

Garnstudio er með þýðingar á prjónahugtökum, mjög hjálplegt við erlendar uppskriftir.

Að prjóna er soldið einsog að hjóla, ef maður hefur einhvern tíman lært það situr það þarna "einhvers staðar inni", og það er bara að komast í gang.

Þannig að... dragðu fram garnið og prjónana og prófaðu. Og mættu svo í prjónakaffi til að fá frekari aðstoð eða almennan prjónainnblástur. Í Nálinni á Laugavegi er bæði prjónakaffi, og líka boðið uppá ýmis konar námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna - svona ef prjónakennsla í gegnum netið er ekki að virka fyrir þig.

Ertu með frekari ábendingar um prjónakennslu á netinu? Láttu okkur vita!

Engin ummæli: