Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Þokkafullt prjón


Hvað næst? Var ég spurð í boði um helgina. Prjónabók er kannski ekki í fljótu bragði eðlilegt framhald af skrifum um kynlíf og nautnir. Og þó! Ákveðnar hliðstæður eru til staðar, amk varðandi viðhorf iðkendanna. Margir sem prjóna festa sig í reglur, uppskriftir og formlegheit á meðan aðrir gefa sig sköpunargyðjunni á vald og prjóna það sem hugurinn girnist. Svoleiðis er líka kynlíf. Margir eru uppteknir af "reglum" og "eðlilegum athöfnum" á meðan hinir gefa sig skapandi nautnum á vald. Ég veit amk hvora leiðina ég vel - í báðum tilvikum sko... Ég gúglaði sexy knitting og fann myndina... Skapandi!

3 ummæli:

ecoloco sagði...

OMG! Ég var alveg viss um að þú hefðir klætt manninn úr fötunum og sett hann í baðið með prjóna!
Flott mynd anyhow.

Ragga sagði...

Ég væri reynda vís til þess. Muaaahahhaha

Nafnlaus sagði...

Rétt er það hún væri kannski vís til þess að reyna. En svo leiðitamur er ég nú ekki.
Kv
Maðurinn