Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

föstudagur, 5. desember 2008

Bók í hönd

Ragga er á Íslandi og Halldóra í Svíþjóð... þess vegna var beint símasamband milli landanna í gær um fimmleytið þegar fyrstu bækurnar runnu ljúflega út úr prentvélinni. Bókin er yndisleg og frábærlega vel heppnuð og fékk æðislegar viðtökur á risaprjónakaffi Handprjónasambandsins í gærkvöldi.
Útgáfugleðin Íslandsmegin byrjar eftir nokkra klukkutíma en það vill svo skemmtilega til að samningar hafa náðst við dagfarsprúða drenginn með gyllta makkann, Högna Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltalín. Hann ætlar að mæta í Nálina og troða upp með gítarinn sinn og glóðvolga söngtexta um prjón, frelsi og hamingju!

Engin ummæli: