
þriðjudagur, 9. desember 2008
Þess vegna þarftu að gera prjónfestuprufu...

Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Prjóniprjón er blogg um prjón, og bókina Prjóniprjón sem getin var í Stokkhólmi, og kom út á Íslandi í desember 2008. Bókin er seld í Nálinni, Laugavegi 8 (s. 551 8640), en einnig er hægt að panta hana með því að senda póst á prjoniprjon@gmail.com og leggja 3.200 kr. inná reikning hjá okkur. Sendið okkur myndir af Prjóniprjón-afurðunum – eða athugasemdir, eða hrós, eða… hvað sem ykkur liggur á hjarta varðandi prjón: prjoniprjon@gmail.com.
This is an Icelandic knitting blog, related to the knitting book Prjóniprjón that was published in 2008. If you dont understand the language, at least you can enjoy the photos, many of which are sent in from Icelandic knitters and readers of the book. Our motto is: Knitting, freedom and happiness J !
Um höfundana:
Halldóra er doktor í líffræði sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Sveppaskógi norður af Stokkhólmi í húsi fullu af garni í öllum skápum og skotum. Hún prjónar af lífi og sál á milli þess sem hún sinnir vísindastörfum við háskólann í Stokkhólmi. Kjörorð: "Meira prjón - meiri gleði".
Ragnheiður er hjúkrunarfræðingur og starfar sem nýsköpunar- og þróunarstjóri hjá BHM. Hún hefur þó ýmislegt fleira í pokahorninu og vill beita svipaðri hugmyndafræði á áhugamálin sín þrjú; prjón, kynlíf og eldamennsku.
Kjörorð: "Prjón, frelsi og hamingja".
3 ummæli:
Sæl
Mig langar að fá að vita meira um prjónabókina...er þetta fyrir byrjendur eða þrælvanar prjónakellur eins og mig...sigrunfjola@internet.is..Er einhvers staðar hægt að sjá efnisyfirlit bókarinnar eða innihaldslýsingu..nenni ekki að fara í Nálina
Hæ Sigrún Fjóla. Uppskriftirnar/aðferðirnar í bókinni eru frekar einfaldar. Í inngangi bókarinnar segir m.a.: "Í Prjóniprjón eru verkefni sem henta bæði byrjendum sem og þaulvönum prjónurum. Þá sem eru lengra komnir í prjónagleðinni viljum við hvetja til prjónafrelsis. Að brjótast úr viðjum uppskriftanna og þora að prjóna sjálfstætt, því það er svo miklu skemmtilegra! Að finna að maður hafi vald á prjónunum og því sem á að skapa – en ekki öfugt. Töfraorðið hér er prjónfesta og að öðlast skilning á henni. Frjáls og fríhendis verkefni þurfa helst að vera einföld í byrjun en smám saman öðlast prjónarinn tilfinningu og trú á sjálfan sig til að takast á við flóknari verk. Og það er von okkar að prjónarar noti ekki aðeins uppskriftirnar í bókinni heldur breyti þeim og bæti og noti til innblásturs - falleg húfa getur kveikt hugmynd að enn fallegri peysu. Svoleiðis prjón er frábært!"
Í bókinni eru eftirfarandi kaflar: Vettlingar og sokkar - Húfur - Treflar og sjöl - Peysur og pils - Persónur, dýr og allt hitt.
Bókin fæst víðar en í Nálinni, m.a. í bókaverslunum Eymundsson í Kringlunni og Austurstræti, í Máli og Menningu og í Iðu. Hún er væntanleg í fleiri bókaverslanir á næstunni. Bestu kveðjur, Ragga
Ég var að kíkja á þetta prjónablogg sem Ragga bendir á í þessari færslu - það er brjálæðislega fyndið!!! Ég hló svo mikið að ég datt næstum af stólnum.... :-)
Það sem fólki dettur í hug að prjóna!
Halldóra.
Skrifa ummæli