miðvikudagur, 10. desember 2008
Var einhver að tala um heitar lummur..!?!?!
Jibbí... Prjóniprjón rennur út einsog heitar lummur !!!
En hafið ekki áhyggjur - það verða prentaðar fleiri :-)
En ótrúlega skemmtilegt og frábært hvað bókinni hefur verið vel tekið. Og kannski verða bara allir prjónandi út um allt næst þegar ég kem til Íslands (yeah right... !), og allt bara uppúr Prjóniprjón (eimmit), og hún uppí hillu á hverju heimili (sure), og ég get bara hætt að vinna í fiskunum einsog Ragga kallar það (dream on).....!!!!!!!!!!
"Soldið þjóðleg, öðruvísi, fyndin, einföld, sniðug, skemmtileg og flott" er það sem ég hef fengið að heyra um bókina. Og líka þetta: " Hey, svona gæti ég prjónað!" - bæði frá byrjendum - og lengra komnum. Allt lætur þetta sem ljúfur fuglasöngur í mínum eyrum... :-).
Þar að auki predikum við "prjónafrelsi" - að feta sig áfram eftir prjónafrelsis-stígnum, sem þýðir að fylgja ekki endilega uppskriftum og lykkjufjöldum í blindni, heldur að vinna útfrá prjónfestunni... (Þetta er nú efni í heila færslu - og ég er aaaaakkúrat að fara að horfa á Mamma mia með elstu stelpunni minni - ég veit - ein doldið mikið á eftir í bíómyndunum!).
En skemmtilegast þykir mér hvað fólki líst vel á að gefa bókina í jólagjöf - og ég get ekki annað en verið sammála - þetta er hrikalega krúttleg jólagjöf!
:-)
Ykkar hógværi prjónabókaútgefandi,
Halldóra.
En hafið ekki áhyggjur - það verða prentaðar fleiri :-)
En ótrúlega skemmtilegt og frábært hvað bókinni hefur verið vel tekið. Og kannski verða bara allir prjónandi út um allt næst þegar ég kem til Íslands (yeah right... !), og allt bara uppúr Prjóniprjón (eimmit), og hún uppí hillu á hverju heimili (sure), og ég get bara hætt að vinna í fiskunum einsog Ragga kallar það (dream on).....!!!!!!!!!!
"Soldið þjóðleg, öðruvísi, fyndin, einföld, sniðug, skemmtileg og flott" er það sem ég hef fengið að heyra um bókina. Og líka þetta: " Hey, svona gæti ég prjónað!" - bæði frá byrjendum - og lengra komnum. Allt lætur þetta sem ljúfur fuglasöngur í mínum eyrum... :-).
Þar að auki predikum við "prjónafrelsi" - að feta sig áfram eftir prjónafrelsis-stígnum, sem þýðir að fylgja ekki endilega uppskriftum og lykkjufjöldum í blindni, heldur að vinna útfrá prjónfestunni... (Þetta er nú efni í heila færslu - og ég er aaaaakkúrat að fara að horfa á Mamma mia með elstu stelpunni minni - ég veit - ein doldið mikið á eftir í bíómyndunum!).
En skemmtilegast þykir mér hvað fólki líst vel á að gefa bókina í jólagjöf - og ég get ekki annað en verið sammála - þetta er hrikalega krúttleg jólagjöf!
:-)
Ykkar hógværi prjónabókaútgefandi,
Halldóra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli