föstudagur, 5. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Prjóniprjón er blogg um prjón, og bókina Prjóniprjón sem getin var í Stokkhólmi, og kom út á Íslandi í desember 2008. Bókin er seld í Nálinni, Laugavegi 8 (s. 551 8640), en einnig er hægt að panta hana með því að senda póst á prjoniprjon@gmail.com og leggja 3.200 kr. inná reikning hjá okkur. Sendið okkur myndir af Prjóniprjón-afurðunum – eða athugasemdir, eða hrós, eða… hvað sem ykkur liggur á hjarta varðandi prjón: prjoniprjon@gmail.com.
This is an Icelandic knitting blog, related to the knitting book Prjóniprjón that was published in 2008. If you dont understand the language, at least you can enjoy the photos, many of which are sent in from Icelandic knitters and readers of the book. Our motto is: Knitting, freedom and happiness J !
Um höfundana:
Halldóra er doktor í líffræði sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Sveppaskógi norður af Stokkhólmi í húsi fullu af garni í öllum skápum og skotum. Hún prjónar af lífi og sál á milli þess sem hún sinnir vísindastörfum við háskólann í Stokkhólmi. Kjörorð: "Meira prjón - meiri gleði".
Ragnheiður er hjúkrunarfræðingur og starfar sem nýsköpunar- og þróunarstjóri hjá BHM. Hún hefur þó ýmislegt fleira í pokahorninu og vill beita svipaðri hugmyndafræði á áhugamálin sín þrjú; prjón, kynlíf og eldamennsku.
Kjörorð: "Prjón, frelsi og hamingja".
2 ummæli:
Innilegar hamingjuóskir með fyrsta eintakið.
Næst þegar ég fer niður á Laugarveg og heimsæki Nálina mun ég skella mér á eitt eintak.
Bestu jólabóka kveðjur,
Nína Margrét Perry :)
P.s Vona svo sannarlega fyrir ykkur að hún seljist vel.:)
Takk innilega fyrir Nína! Það er svo skemmtilegt að fá commentin þín. Við vonum að þú munir kunna að meta bókina og hvetjum þig til að senda okkur myndir af því sem þú prjónar upp úr henni, eða breytir og bætir.
Bestu kveðjur,
Ragga og Halldóra
Skrifa ummæli