Uppskriftin er hér að neðan, klikkaðu á myndina þá stækkar hún. Blómin eru svo bara þrædd á jólaseríuna (sem einmitt er svo tómleg og var bara að bíða eftir lopablómunum þínum). "Stilkurinn" á ljósunum ætti að vera það langur að blómið nái ekki í peruna - en annars er lopinn ekki svo eldfimt efni. Ef opið í miðjunni er of þröngt fyrir stilkinn á þinni seríu geturðu prófað að hafa það aðeins stærra - gera 1-2 fleiri loftlykkjur í upphafi.
Vantar þig að læra undirstöðurnar í að hekla? Garnstudio er til dæmis með heklkennslu á ensku eða norðurlandamálunum. Hér sérðu í máli og myndum hvernig loftlykkjur eru heklaðar, stuðull (neðri myndin: treble crochet), hálfstuðull (half treble crochet) og fastalykkja.


Klikkaðu á myndina - þá stækkar hún.
1 ummæli:
Þetta er frábær hugmynd.
Katrín
Skrifa ummæli