Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 21. desember 2008

Að prjóna í hring en samt ekki....

Hér kemur smá prjónakennsla. Einföld leið til að prjóna band - í hring en samt á 2 prjónum (lofuðum að sýna þetta hér á blogginu). Þetta er aðferð sem hún Malin í Storkinum kenndi mér yfir afgreiðsluborðið fyrir mörgum árum. Svona band er t.d. í ungbarnahúfunni í Prjóniprjón, líka í rófunum á kisunum, og í Bjálfa.

Til að prjóna band á ungbarnahúfu er ágætt að fitja upp 5 lykkjur á sokkaprjóna 3.5 með garn sem passar. Bandið er svo prjónað með 2 prjónum í hring, svona:

Snúðu alltaf réttunni að þér, dragðu bandið þétt frá vinstri hlið aftur fyrir stykkið og prjónaðu með því frá hægri til vinstri einsog venjulega. Þetta er endurtekið þannig að bandið vex og verður holt að innan - algjört hókus pókus! Prófaðu bara.








1 ummæli:

Ragga sagði...

Hei! Ég prjónaði einmitt svona í dag. Fyrst einn sirka 8 cm langan og saumaði saman í hring - svo annan álíka sem ég saumaði líka í hring en keðjaði þá saman. Svo hengdi ég þá á svona símaskrautsfestingu og hókus pókus! Komið þetta fína símabling sem sonurinn tók fegins hendi og gengur nú með á sínum síma. Mun mynda og birta brátt.