sunnudagur, 7. desember 2008
Jesús minn hvað hún er falleg......
Það var hátíðleg stund þegar ég fékk eintak af Prjóniprjón í hendurnar á föstudaginn var. Bróðir hennar Lóu hafði tekið fyrstu eintökin með sér hingað til Stokkhólms – glóðvolg úr prentuninni. Oh, hvað hún var flott!! Pappírinn svo þykkur og fínn – og gormurinn.... stór og æðislegur. Vá. Forsíðan geggjuð.... og uuunaðslegt að strjúka yfir síðurnar!!! Og prjónauppskriftirnar hrikalega girnilegar allar saman – mig langar að prjóna þær allar strax – aftur....
Meiriháttar.
Það er eins með allar fæðingar, þrátt fyrir erfiðar hríðar og langdregna meðgöngu – þá gleymist allt neikvætt - hverfur einsog dögg fyrir sólu um leið og þú færð krílið í hendurnar :-).
Ragga sat annars í Mál og menningu á Laugaveginum í dag og prjónaði - bókabúðagestum og sjálfri sér til ánægju og yndisauka. Eins og jólasveinninn í ameríku í mollunum um jólin spurði ég? "Já já, fólk getur bara komið og sest og prjónað með mér" svaraði Ragga glöð í bragði :-). Svo verður hún í smá spjalli í morgunútvarpi Rásar 1 kl. 7.15 á morgun mánudag, og í Fréttablaðinu á þriðjudag.
Meira prjón meiri gleði !!
Meiriháttar.
Það er eins með allar fæðingar, þrátt fyrir erfiðar hríðar og langdregna meðgöngu – þá gleymist allt neikvætt - hverfur einsog dögg fyrir sólu um leið og þú færð krílið í hendurnar :-).
Ragga sat annars í Mál og menningu á Laugaveginum í dag og prjónaði - bókabúðagestum og sjálfri sér til ánægju og yndisauka. Eins og jólasveinninn í ameríku í mollunum um jólin spurði ég? "Já já, fólk getur bara komið og sest og prjónað með mér" svaraði Ragga glöð í bragði :-). Svo verður hún í smá spjalli í morgunútvarpi Rásar 1 kl. 7.15 á morgun mánudag, og í Fréttablaðinu á þriðjudag.
Meira prjón meiri gleði !!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli