Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

sunnudagur, 7. desember 2008

Jesús minn hvað hún er falleg......

Það var hátíðleg stund þegar ég fékk eintak af Prjóniprjón í hendurnar á föstudaginn var. Bróðir hennar Lóu hafði tekið fyrstu eintökin með sér hingað til Stokkhólms – glóðvolg úr prentuninni. Oh, hvað hún var flott!! Pappírinn svo þykkur og fínn – og gormurinn.... stór og æðislegur. Vá. Forsíðan geggjuð.... og uuunaðslegt að strjúka yfir síðurnar!!! Og prjónauppskriftirnar hrikalega girnilegar allar saman – mig langar að prjóna þær allar strax – aftur....
Meiriháttar.

Það er eins með allar fæðingar, þrátt fyrir erfiðar hríðar og langdregna meðgöngu – þá gleymist allt neikvætt - hverfur einsog dögg fyrir sólu um leið og þú færð krílið í hendurnar :-).

Ragga sat annars í Mál og menningu á Laugaveginum í dag og prjónaði - bókabúðagestum og sjálfri sér til ánægju og yndisauka. Eins og jólasveinninn í ameríku í mollunum um jólin spurði ég? "Já já, fólk getur bara komið og sest og prjónað með mér" svaraði Ragga glöð í bragði :-). Svo verður hún í smá spjalli í morgunútvarpi Rásar 1 kl. 7.15 á morgun mánudag, og í Fréttablaðinu á þriðjudag.
Meira prjón meiri gleði !!

Engin ummæli: