Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

laugardagur, 13. desember 2008

Ragga prjóniprjónar í Lesbók Sunnudags-Moggans

Kíkiði í Lesbók Sunnudags-Moggans í dag, þar er viðtal við Röggu um töfrana við prjónið, prjón sem iðjuþjálfun, prjónamorð með fingravettlingum, prjónafrelsi, prjónafagnaðarerindið og margt fleira..... og Prjóniprjón auðvitað.

Ég sit hér í eldhúsinu mínu í Sveppaskógi í Stokkhólmi og var að lesa viðtalið á netinu. Það er kvöld. Koldimmt úti... enginn snjór... en fullt af jólaljósum alls staðar í gluggum nágranna minna (nema náttlega hjá múslímunum útá horni).... Kósíkósí...

Best að prjóna nokkrar mjúkar og róandi lykkjur fyrir svefninn.
:-)

(PS. Að lesa Sunnudags Moggann á laugardegi.... minnir mig á þegar Elena spænsk vinkona mín á Íslandi sá Sunnudags-Moggann í póstkassanum hjá sér á laugardagskveldi og spurði - réttilega: "WTF!? Hvernig er hægt að prenta dagblað með fréttum morgundagsins í dag....!?!".)

Engin ummæli: