Prjón, frelsi og hamingja!

Íslensk prjónabók með skemmtilegum og litríkum uppskriftum (og smá hekl líka!). Fyrir alla prjónara sem elska liti, mýkt, nýjar hugmyndir og prjónafrelsi....

mánudagur, 15. desember 2008

Þjóðleg jólasería

Jæja elskurnar, er ekki kominn tími til að piffa uppá gömlu jólaseríuna? Þetta er ágætt að dunda sér við, hekla 1-2 blóm á kvöldi :-) - úr léttlopa-afgöngunum.

Uppskriftin er hér að neðan, klikkaðu á myndina þá stækkar hún. Blómin eru svo bara þrædd á jólaseríuna (sem einmitt er svo tómleg og var bara að bíða eftir lopablómunum þínum). "Stilkurinn" á ljósunum ætti að vera það langur að blómið nái ekki í peruna - en annars er lopinn ekki svo eldfimt efni. Ef opið í miðjunni er of þröngt fyrir stilkinn á þinni seríu geturðu prófað að hafa það aðeins stærra - gera 1-2 fleiri loftlykkjur í upphafi.

Vantar þig að læra undirstöðurnar í að hekla? Garnstudio er til dæmis með heklkennslu á ensku eða norðurlandamálunum. Hér sérðu í máli og myndum hvernig loftlykkjur eru heklaðar, stuðull (neðri myndin: treble crochet), hálfstuðull (half treble crochet) og fastalykkja.





























Klikkaðu á myndina - þá stækkar hún.

1 ummæli:

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Þetta er frábær hugmynd.
Katrín