Prjóniprjón
Lag: Man ég þá er hátíð var í bæ
Prjóniprjón, prjóniprjóni
Prjóniprjón, prjóniprjóni
Ég fit‘jupp og prjóna og felli svo af
Peysan verður tilbúin í dag
Prjóniprjón, prjóniprjóni
Prjóniprjón, prjóniprjóni
Með lykkjum úr lopakemst lundin í lag.
Langar svo að prjóna meir í dag
Það er svo ósköp örvandi að prjóna
húfur, peysur, sokka, vettlingaaaa
pakkana fá össur, geir og jóna
við komum þar með þjóðlífin‘í laaaag
Prjóniprjón, prjóniprjóni
Prjóniprjón, prjóniprjóni
Ég fit‘jupp og prjóna og felli svo af
Peysan verður tilbúin í dag – peysan verður tilbúin í dag
Prjónum allsstaðar
Lag: Jólin, jólin allsstaðar
Prjónum, pjónum allsstaðar
Með mohairhnykla og mæliband
Heklunálar og herfur tvær
brátt verða sokkar með aðskildar tæææær
Prjónalíf er ljúft og gott
ég fitja upp á eitthvað flott
Brátt ég kemst í úrtökurnaaar
Ég felli stoltur af.
Textarnir eru eftir Röggu - en stjúpbróðir hennar, hinn gullinhærði Högni Egilsson, söngvari og lagasmiður í Hjaltalín, frumflutti þá í útgáfugleði Prjóniprjóns í Nálinni, þann 5. des 2008. (Myndin að ofan birtist í grein um jólapeysur í Seattle times. Við Halldóra vonumst til að hitta þessa töffara einn góðan veðurdag og ræða prjónaskap við þá)
5 ummæli:
Já, þeir ættu þá líklega að geta kennt ykkur eitt og annað, hm?
Hjödda frænka
Hvar get ég aftur keypt bókina?
Bókin fæst í Nálinni Laugavegi 8 og í ýmsum bókaverslunum víðs vegar um landið. Mæli með heimsókn í Nálina þar fæst allt garnið!
Dásamlegt alveg!
Eru peysurnar á myndinni í bókinni? ég var akkúrat að leita að svona ekta jóla-peysu til að gefa í jólagjöf.
Skrifa ummæli